DILJÁ ÞORVALDS

HULA // HAZE

Hula.

Þú ert á sama stað og ég. Á staðnum en samt ekki hér. 
Líkamar okkar eru í þessu herbergi en hugur þinn er annars staðar. 
Er hann í þessari veröld? 
Fangi minninga þinna eða ofskynjana?
Þú sérð hluti sem ég sé ekki. Mig langar að vita hvar þú ert,
en þú getur þú ekki svarað.

Við erum á sama stað og nú ertu hjá mér.
Ég næ sambandi við þig.
Þú hlærð og ert kátur.
Ég skynja að þú skynjar mig og ég faðma þig.

Hugurinn þinn er annars staðar en hér hjá mér 
Þú sérð ekki í gegnum þokuna,
og ég sé ekki í gegnum huluna sem vefur sig um þig.
Ég trúi því að þú vitir af mér
Ég trúi því þú gleymir mér aldrei.

Því meira sem tíminn líður, 
Því meira er af hulunni 
og því minna er af þér.

Using Format